arango is rated 3 out of 5 in the category information technology and services. Read and write reviews about arango. arango er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í innleiðingu á Microsoft Dynamics 365 viðskiptalausnum í skýinu, sem styrkja og bæta stafræna ferla fyrirtækja til hagræðingar fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Lausnir arango henta fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum og styðja m.a. við sölumál, markaðsmál, þjónustu við viðskiptavini, vettvangsþjónustu, fjárhagsbókhald, innkaup, birgðir og framleiðslu. Af hverju arango? - Við veitum lausnamiðaða ráðgjöf um nýtingu hugbúnaðar til að hámarka ávinning viðskipta-vina, en ekki eingöngu til að innleiða hugbúnað. - Við leitumst við að byggja á og nýta staðlaða virkni hugbúnaðar - Við byggjum á traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini til lengri tíma - Við byggjum á og nýtum nýjustu tækni og hýsingu með skýjalausnum frá Microsoft - Við byggjum á stóru neti sérfræðinga og samstarfsaðila og veitum ráðgjöf í öllum viðskiptalausnum Microsoft Vaxandi teymi reyndra ráðgjafa og sérfræðinga með sérhæfingu í ráðgjöf og innleiðingu á CRM lausnum í Microsoft umhverfi. Reynsla starfsmanna arango nær yfir flestar atvinnugreinar og hafa þeir komið að hugbúnaðarverkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. arango er í samstarfi við AlfaPeople í Danmörku, sem er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft með starfsstöðvar á 16 stöðum í heiminum og með yfir 550 sérfræðinga í Microsoft Dynamics 365 viðskiptalausnum. Samstarfið við AlfaPeople gerir arango kleift að takast á við margvísleg og stór verkefni þar sem breidd og þekking frá alþjóðlegum verkefnum styrkir kjarnateymi arango á Íslandi.
Company size
1-10 employees
Headquarters
Kópavogur, Capital Region